Íran í september 2005

Kvedjur ur hlyju i Teheran

Ansi notalegt vedur her i Teheran, um 30 stig i dag en bot i mali ad thad er thurrt loftid.
Ferdin hingad gekk agaetlega loksins thegar KLM velin komst af stad fra Amsterdam i gaer en tveggja tima tof vard til ad vid vorum ekki komin fyrr en um tvoleytid um nottina.
Hitti Shahpar forstyru ferdaskrifstofunnar i hadeginu i dag og vid bordudum saman asamt fleira starfslidi thessarar vidkunnarlegu ferdastofu.
Heilsadi thar upp a flesta starfsmenn og konur. Leili leidsogustulka sem var med mer herna i Teheran i febr. maetti sidan til ad syna mer stora Bazarinn her i borg en thangad hafdi eg ekki komid.
Thar er mikid lif og fjor og nu er brudkaupsmanudurinn ad renna upp og hopar ungra stulkna voru tharna med maedrum og fraenkum ad kaupa i buid.
Basarinn i Teheran er ad tvi leyti mjog olikur morkudum i td. Tyrklandi eda Syrlandi ad their menn sem thar reka verslun og vidskipti hafa alltaf verid mjog ahrifamiklir um yms atridi vardandi stjorn landsins og virdist engin breyting vera a tvi.
Their eru truadir i meira lagi og efnum bunir og stjornmalamenn og truarleidtogar verda alltaf ad taka med i reikninginn hvad their leggja til mala.
Leili sagdi mer ad nylega hefdi verid opnud myndlistarsyning a verkum sem banndad var ad syna eftir byltinguna her um arid. Fara Dibah keisarafru keypti thessi listaverk - en thau eru morg hundrud- og nu loksins hefur verid leyft ad syna thau almenningi. Vid skutludum okkur thangad og thetta var einstaklega merkileg syning og listamenn ur ollum heimshornum og verk 20. aldar manna ad megninu til.
Alveg er mer hulin radgata hvernig Farah hafdi tima til ad kaupa oll thessi verk en glaesileg eru thau og umgjordin mjog falleg. Svo satum vid uti i gardinum vid safnid og drukkum helling af tei og moludum um politik og trumal og hvadeina.
I kvold hef eg thau aform a prjonunum ad ganga snemma til nada tvi litid var sofid sl nott af augljosum astaedum.
I bytid i fyrramalid fer eg svo med tveimur ironskum kunningjum minum ut til Kaspiahafsins i 2-3 daga og m.a ofuga tha leid sem hoparnir naesta ar fara og ber ollum saman um einstaka fegurd a theim slodum. Ekki meira i bili.

Godir dagar vid Kaspiahafid

Thegar eg skrifa thetta er eg nymaett ur thriggja daga ferd ut til Kaspiahafsins. Thad var magnad og Chalusleidin sem farin er thangad otrulega graen og fogur.
Sumum rusta og soguodum ferdamonnum thykir ekki mikid til um thetta svaedi af tvi thad er ekki fullt af sogu og rustum upp fyrir eyru. En tvi undursamlegra er thad i landslagi, ha fjoll graen upp a tinda, thetta ser madur varla annars stadar i landinu.
Vid forum um bai og thorp og rett hja einu fjallathorpi keydum vid fram a skrudgongu ungra stulkna sem baru skalar a hofdi ser med dyrindis kokum og saetindum. Thaer hafa sennilega verid um 30 en su sem fremst for helt a storum spegli og tveimur kertum.
Eg slost natturlega i hopinn sem var gestrisinn og gladur og svo trommudum vid til brudarveislu og maettum a leidinni brudgumanum sjalfum hvar hann kom akandi i skreyttum bil. Skrudgangan marseradi ad storu veislutjaldi og brudurinn birtist- i thessum lika vaena rauda flaeulskjol og malud og snyrt a alla enda og kanta. Brudguminn gekk audmjukur fyrir hana og afhenti henni rosavond og allar stulkurnar sem hofdu lagt fra ser saetindaskalarnar hropudu hurra og hentu yfir thau litfogrum sneplum. Svo var farid ad dansa og atti ad gera thad fram a kvoldid og okkur felogunum var bodid ad vera med og thagum thad goda stund. Brudurinn hvarf, tvi naest atti hun ad birtast i brudarkjolnum sjalfum og brudguminn stod rjodur og feiminn i vinahopi sinum og vissi ekki almennilega hvernig hann atti ad hegda ser innan um alla thesssa dansandi karla og konur allt um kring.
Eins og brudi samedi let stulkan bida eftir ser svo vid misstum af theirri sjon sem ugglaust hefur verid hin daegilegasta. Thessi frjalslegi andi sem rikti tharna kemur sjalfsagt morgum spanskt fyrir sjonir sem trua tvi statt og stodugt ad iranskar stulkur bui vid kugun og ofrelsi. Tharna bar ekki neinu odru en mestu anaegju med heila galleriid.
Bra mer i batsferd a loninu sem gengur inn ur Kaspiahafinu og tharna er menn ivid menningarlegri og gaetnari en i Jemen tvi ekki var vid annad komandi en madur setti a sig bjorgunarbelti.
Hef skodad slatta af hotelum, lent i havadarifrildi um stodu kvenna, bordad og haft thad notalegt thessa daga vid Kaspiahafid.
Fer i fyrramalid flugleidis til Sjiraz. Er ekki buin ad skoda siduna en vona audvidad ad thar bidi kvedjur i buntum.

I borg naeturgala og skalda

Eg tok mer leigubil adan fra grafhysi hins fraega skalds Hafez sem uppi var a 14.old. Umbunadur er s'erlega fallegur, gamall sufisti sem eg sa thar i februar var a stadnum og gekk hring eftir hring um minnismerkid og inni a kaffi og tehusinu var aragrui skrafandi ungmenna af badum kynjum. A grasflotunum satu fjolskyldur i buntum tvi i dag er theirra sunnudagur. Sums stadar sa eg elsta karlmanninn i hopnum halda a bok sem hann las ur vid og vid og fjolskyldan klappadi saman lofunum. Said kunningi minn sem er i rafeindafraedi, skrifar i blod og er menntadur leidsogumadur, sagdi mer hvers kyns var: I ljodum Hafez eru svor vid ollu. Einhver ur fjolskyldunni ber fram spurningu og lesarinn flettir upp af handahofi og thad bregst varla ad svar faest. Hafez er skald hinna osynilegu orda, baetti hann vid og svo for hann med ljod um ungan bakaradreng sem var a leid til vinnu sinnar eldsnemma morguns og heyrdi fuglasonginn allt umkring og hann lofadi skaparann fyrir fridsaeldina og fallegan songinn. Said er snaggaralegur strakur, hann minnir mig pinulitid a gaedinn i Jordaniu, Sami. Nu er hann farinn heim til sin ad halda upp a fridaginn en seinna i dag er eg bodin i veislu til kunningjakonu minnar her, Jas og hef reyndar setid otal tebod her sidustu dagana. Sjiraz er hly borg og lifid virdist afslappad. Thad er frabaert ad sja hvernig stulkurnar hnyta lauslega a sig slaeduna svo thaer eru ivid flottari fyrir vikid. Ekki hef eg nad leikni thessari kunst en uni mer prydilega med slaedu, hef tha ekki ahyggjur af hargreidslunni a medan. I gaer fannst mer ekki ur vegi ad bregda mer a basarinn. Spai tvi ad ymsir Islendingar i ferdunum hingad a naesta ari fai tha vatn i munninn. Tho stendur basarinn i Isfahan raunar enn upp 'ur af ollu thesslegu sem eg hef sed i Iran. I thetta skipti aetla eg ad sleppa tvi ad fara ut til Persepolis og Nekropolis en er tvi uppteknari af bleikum moskum, tjodhattasofnum og ekki sist skoda mannlifid og anda ad mer ilmi thessarar romantisku og minjum pryddu borgar.

Vid laekjarnid i midri morkinni

Godan daginn oll Nu er eg ad gera thridju tilraun til ad koma fra mer pistli en hinir tveir sem voru einkar skaldlegir flugu ut i buskann svo eg syni tholgaedi og reyni enn. Ungi pilturinn var ad faera mer auka kirsuberjasafa til ad stappa i mig stalinu.
Eg hef verid a gongu sidan klukkan sjo i morgun en nu er kl. um ellefu. Upp ur hadegi fer ad volgna og tha er eins gott ad koma ser heim a leid.
Eins og sja ma a landakortinu er Jasd nanast i Iran midju. Thad hefur longum verid mikilvaegur aningarstadur eins og geta ma naerri. Her eru baekistodvar Zorostrina sem vid kollum Zarathustra- og inntak truarinnar snyst um barattuna milli gods og ills.
Their eru idulega kalladir elddyrkendur en thad er nokkud misvisandi tvi tilbeidslan beinist ad hinum fjoru meginoflum. Alexander mikli drap nidur faeti her eins og annars stadar. Hann setti a stofn illraemt fangelsi og lagdi mikid upp ur tvi ad fangarnir nytu utivistar, einkum um midjan daginn thegar sumarhiti fer uppi 50 stig. Ibuar Jasd hafa longum verid godir vefarar og fundu taekni til ad lita garnid longu adur en Marco Polo og felagar foru her um fyrir longu. Eydimerkurarkitekturinn - einkum i gamla hlutanum er mjog serstakur og thar eru litlar, krokottar gotur sem naesta audvelt er ad villast i.
Eg for ad Husi eldsins og vatnsins og seinna i dag aetla eg ad skoda Turn thagnarinnar. Thangad eru lik flutt og thar sem Zorostrianar eru andmengunarsinnar ma ekki grafa likin tvi thad mengar jordina og ekki brenna thau heldur tvi thad mengar loftid. Tvi eru likin skilin eftir virduleg og sidan sja foglar um ad hreinsa beinin. Ad tvi loknu er beinunum komid fyrir i turninum. Zorostriantilbeidsla var rikistru her i landi uns muslimar komu. Nu munu um 30 thusund vera her og ad tvi er best verdur sed idka their tru sina i mesta fridi.
Og af tvi allir eru alltaf ad velta fyrir ser klaedaburdi kvenna skal tekid fram ad konur sem hallast ad thessum atrunadi eru aldrei svartklaeddar heldur i litrikari kjolum og slaedurnar theirra i ollum regnbogans litum. Thad er gott ad villast her i Jasd.
Eg fann gamla borgarhlutann og rolti thar um lengi. Andrumsloftid er blitt og vinsemdin maetir manni hvarvetna.
Mer lidur vel i Jasd eins og raunar annars stadar i Iran. Aetladi ad senda Syrlandsforum abendingu um thad i gaer= netid var i kudli tha- ad vinur okkar Basjar syrlandsforseti vard fertugur. Svo eg horfdi a CNN stundarkorn og heyrdi thulinn segja ad nu vaeru Bandarikjamenn ad halda upp a (celebrate) ad 4 ar vaeru lidin fra atburdunum 11.sept 2001. Thetta thotti mer skringilega til orda tekid.
Um kvoldid sat eg uti og bordadi undir trjanum a hotelinu minu og vid laekjarnid. Herna i morkinni midri.
Nu er kominn 13.sept. Elsta ommustelpan og adstodartaeknistjori er 16 ara i dag. Hurra fyrir henni.
Sjalf er eg a leid til Isfahan a eftir. Endilega skrifid skilabod

Isfahan- perla Irans

Sael oll og vona eg saeki vel ad a heimilinum
Hef nu verid i Isfahan- sem med rettu er nefnd perla Irans- sidustu tvo daga. Isfahan statar af fegurstu moskum, keisarahollum og gordum i landinu ollu og er tha mikid sagt.
Um borgina rennur Lifgjafarfljotid og yfir thad eru undurfallegar bryr og undir brunum uir og gruir af litlum tehusum. Thar tylla menn ser i mesta hitanum um midjan daginn. Og thar sat eg i gaer lengi lengi og horfdi a mannlifid i ollum sinum breytileika og drakk te i naestum tvo tima fyrir 16 kronur. I loftinu hangir alls konar skraut og dotari, koparmunir og dinglumdangl og a veggjum eru oft myndir sem listamenn hafa hengt upp getum til yndisauka. Heilu fjolskyldurnar eru tharna lika tvi nu er sumarfri senn a enda og foreldrar virdast nota mikid timann til ad vera med krokkunum sinum.
Hitti i gaer kunningja fra tvi i februar Pezhman Azizi. Hann er gaed og verdur leidsogumadur islensku hopanna hingad. Pezhman er talinn einhver vinsaelastur gaeda medal utlenskra ferdamanna her svo eg hrosa happi ad hafa fengid hann.
Her i Isfahan hefur verid sagt ad thad se sama hvert madur fari, thad blasi alltaf vid fegurd. Thetta hafdi eg ad leidarljosi fyrsta daginn tvi attaskynid starfadi ekki nakvaemlega rett. En thad gerdi ekkert til. Madur stoppar bara naesta mann og spyr til vegar og enginn skilur neitt og allir eru tilbunir ad hjalpa tvi farsikunnatta min og enskuthekking theirra er svona upp of ofan. Thar sem eg kann stafrofid - fyrir utan thessa fjora bokstafi sem baett hefur verid vid arabiska stafrofid helt eg mig vera nokkud vel i stakk buna. En a thad ber ad lita ad framburdurinn er allt odruvisi og eg veit ekki merkingu ordanna svo thad hrekkur skammt ad stafa sig fram ur theim. Farsi er miklu mykra tungumal en arabiskan svona eftir tvi sem mer heyrist. Ekki thessu sterku hljod og hnykkingar sem einkenna arabiskuna.
For i langa rannsoknarferd i gaer um adalmosku Isfahan Imam moskuna sem er morg hundrud ara gomul og svo otruleg ad byggingarlist og gerd ad madur fellur i stafi hvad i hvad. Fyrir framan hana er staersta lokada torg i heimi og thar eru morg hundrud verslanir med allt sem til er i heiminum liggur mer vid ad segja. Sidan tekur vid enn lengri markadur.
Eg for ad hitta minaturlistamann sem eg komst i kynni vid sidast. Myndirnar hans eru ekki thaer odyrustu en thaer eru einstakar ad gerd og listfengi.
Shahpar ferdaskrifstofustyra hefur ahyggjur af tvi ad hotelid mitt her vaeri ekki nogu gott og raunar er herbergid mitt svo litid ad eiginlega thyrfti eg ad snara mer i amk fimm kiloa megrun til ad njota min thar. Tvi hefur hun utvegad nytt hotel vid fljotid tvi henni er svo mikid i mun ad eg njoti Isfahan til fullnustu. Thad var nu ad komast upp i vana ad skaskota mer um herbergid mitt en eg slae ekki hendinni a moti thessum nyja stad. Thangad flyt eg svo a eftir og skrifa kannski meira i kvold.
Nu aetla eg ad tritla ut i solskinid, tek mer kannski leigubil ut i armenska hverfid. Eda ekki. Eg er i Isfahan og skipulegg eftir hendinni. Bid ad heilsa i bili.

A bazarnum i Isfahan

Thad er sama rjomablidan her a thessum sunnudegi og verid velkomin a faetur.
I gaer sinnti eg markadsmalum af stakri einurd, helt thangad snemma dags og hafdi skipt hvorki meira ne minna en 50 dollurum til ad vera vidbuin ollu.
Thad var mjog liflegt a bazarnum, enda fyrsti vinnudagur eftir helgina og lif og fjor. Eg hitti ymsa thenanlega teppasolumenn sem budu i te og samraedur og i ljos kom ad flestir teppamenn taka raunar Visa eda Masterkort. Gott ad vita thad. Og eiginlega enn thaegilegra ad vita ad miniaturemalararnir geta thad lika enda er thetta thad tvennt sem kostar einhverja peninga - a theirra maelikvarda.
Svo keypti eg einn gulan trefil af snaggaralega teppasolumanninum sem virdist halda til a torginu og hann hafdi ekki haekkad sidan i februar og kostadi einn graenan Khomeini, t.e rett rumlega dollar. Annars hefur riallinn laekkad litillega nu eru 9000 rialar i einum dollar.
Til ad korona gledina gaf sig ad mer naungi sem sagdi mer ad hann skipulegdi bestu ferdir fyrir utlendinga her i landi og fussadi mikid yfir odrum ferdaskrifstofum her. Hann sagdist eiga tiu album med myndum fra glodum vidskiptavinum og syndi mer thau medan a tesotri okkar stod.Hann sagdist lika thekkja fraegasta bladamann Islands sem hefdi komid til sin og hun hefdi ad visu trassad ad senda ser kort eins og hun hefdi lofad og hann myndi ekki hvad hun het en hun hefdi altjent sagt ser ad hun vaeri ekki bara fraegasti bladamadur Islands heldur vaeri hun lika heimsfraeg og eini bladamadur Islands sem hefdi hlotnast sa frami.
Eg kom ekki fyrir mig hver thetta gaeti verid en lofadi ad senda honum kort i stadinn tho eg vaeri ekki heimsfraeg og tha leid honum betur.
Mer tokst ekki ad eyda 50 dollurunum en med nokkra poka tritladi eg af stad heimleidis og med kort i hendi voru mer allir vegir faerir. Auk thess er mer alveg sama tho eg villist, thad er svo einfalt ad hoa i leigubil og koma ser a rettan stad.
Svo gekk eg og gekk og solin vard enn heitari og afram gekk eg og skildi ekki hvad goturnar voru nefndar odrum nofnum en a kortinu minu tho eg beygdi alltaf a rettum stodum. Eftir thriggja tima thramm sa eg ad eg var a leid i tverofuga att vid thad sem ad var stefnt, hafdi gleymt ad taka solarhaedina og vidurkenndi mig sigrada og fekk mer leigubil ad isbudinni herna skammt fra hotelinu. Thar gaeddi eg mer a gomsaetum is me sukkuladisosu og var i rauninni ljonanaegd med thennan hressilega gongutur.
Seinni partinn i gaer bra eg mer i gydingahverfid i Isfahan en ondvert vid thad sem eg hafdi haldid bua her um tiu til fimmtan thusund iranskir gydingar. Og i satt og samlyndi vid adra, ekki sa eg betur.Their hafa sinar synagogur og thad eru oskop venjuleg og edlileg samskipti milli theirra og Irana. Sumir sogdu ad ironsku gydingarnir hefdu lagad sig betur ad samfelaginu en their gerdu vida annars stadar og their raku upp stor augu thegar eg nefndi hvort their hefdu aldrei ihugad ad flytja til Israels. Sogdu ad ymsir hefdu farid a sinum tima og faeri tvennum sogum af tvi hvernig theim vegnadi. "svo erum vid Iranir numer eitt" sagdi unglingahopur sem safnadist ad mer.
Eg a ekki eftir nema tvo daga i Isfahan i thetta skiptid og hef ekki komist yfir ad gera helming af tvi sem eg aetladi. Ad visu hef eg ekki stressad mig a neinu heldur fallid inn i thennan ljufa brag borgarinnar med soma og sann.
Thakk kaerlega fyrir kvedjur sem hafa verid skrifadar inn i abendingadalkinn. Maettud gera MIKLU meira af tvi.